6.5.2014 | 19:44
Hrámyndataka eða Jpeg.
Flestar myndir sem menn fá úr símum eða smámyndavélum eru á formi sem kallast jpeg. Sú myndgerð var til snemma á ferli stafrænna mynda. Hugmyndin var að hafa sameiginlegan staðal ólíkra framleiðanda. Það gékk eftir.
Jpeg er barns síns tíma. Geymslupláss var lítið og því voru myndirnar minnkaðar og við það rýrðust gæði þeirra. Ef menn síðan gera breytingar á þeim og vista aftur versna gæðin enn frekar.
Í myndavélinni verður til hrámynd. Flestar myndavélar breyta síðan þessum myndum í jpeg mynd. Auk þess að breyta formati mynda þá er myndin unnin þannig að andstæður eru auknar og búin til sýndarskerpa í hana. Við þessa vinnslu fara ákveðnar upplýsingar þannig að ekki má fá fram frummyndina aftur.
Þegar ljósmyndarinn vill síðan vinna myndina frekar hefur hann ekki úr sömu upplýsingum að spila og minni möguleikar á breytingum.
Dýrari myndavélar bjóða upp á að vista myndina á hráformi. Það þýðir að myndavélin eyðir ekki upplýsingum. Hrámyndir eru eins og filma. Þær haldast altaf óbreyttar. Ef maður vinnur hrámynd þá haldast upplýsingar um vinnsluna í gagnagrunni, eru vistaðar í sérstaka skrá eða vistaðar inn í myndinni sjálfri (DNG). Þegar myndin birtist á skjá, er prentuð út eða vistuð undir öðru formati eri þessar upplýsingar nýttar til að gera myndina og eftir sem áður er frummyndin til staðar.
Svona fyrir nördana. Jpeg mynd er 8 bita en RAW mynd 14 til 16 bita. 8 bita mynd hefur 256 birtu stig í hverjum þriggja frumlita. 14 bita mynd hefur aftur á móti 16384 og 16 bita mynd hefur 65536. Þetta þýðir á mannamáli að það er miklu meira úr að spila í vinnslunni og hægt að ná mun meiru úr ljósi og skuggum.
Hafi menn ekki kost á hrámynd er rétt að varðveita frumeintak myndarinnar og búa til afrit sem er unnið frekar. Ef menn nota Lightroom myndvinnsluforritið þá sér það um þetta en ella ætti að geyma frummyndirnar í sérstakri möppu og afrita allar myndirnar yfir í aðra möppu til frekari vinnslu.
Sinn staðallinn af hrámyndum er fyrir hverja myndavélategund og eru skráarendingar eftir því. Myndir úr Canon vélum hafa endinguna Cr2 og nep úr Nikon. Hægt er að færa hrámyndir yfir í almennt form sem kallast DNG. Kostur við það er að hver sem hefur til þess þekkingu getur búið til forrit til að lesa úr myndunum (opin staðall) og pláss er fyrir vinnsluupplýingar inn í myndaskránni. Slíkar upplýsingar fylgja því skránni sé hún afrituð. Hægt er að fá dng umbreytingarforrit á heimasíðu Adobe fyrirtækisins án endurgjalds.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Tölvur og tækni, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.