Af hverju er allt svona öfugsnúið?

Af hverju er allt svona öfugsnúið.

Ljósopið f 22 er mjög lítið en 2,8 er mjög stórt. Ég hef  tekið ljósmyndir frá því ég var 10 ára, farið í bréfaskóla og iðnnám í ljósmyndum og mér finnst þetta enn öfugsnúið.  Af einhverjum ástæðum finnst mér mun skiljanlegra að tíminn 1000 er miklu skemmri en 50. Ástæðan fyrir þessu að um hlutfall er að ræða. 1000 er 1/1000 úr sekúndu og 50 er þá 1/50 úr sékúndu og því mun lengri tími. Ljósopið er svona hlutfall þó það sé miklu flóknara. Formúlan fyrir því hefur bæði annað veldi og pí og reyni hvorki að skilja hana eða skýra hana fyrir ykkur. Ljósopið  reiknað út frá vídd linsunnar þ.e. hvað zúmmið er mikið svo talað sé mannamál. Til að einfalda þetta er það eitthvað 1/ljósopi og læt ég það nægja. 
Hér eru nokkur ljósop.
Aperture_diagram.svg
 
Ljósop er sem sagt stærð á gati sem ljósið fer í gegnum. Því stærra sem gatið er því meira ljós sleppur í gegn. Hraðinn segir til um hve lengi er opið fyrir ljósið. Þar gildir að því lengur sem ljósið fær að skína á myndflöguna því meira ljós mælist. 
Þumalfingursreglan er þessi: Ef maður hefur lítið ljósop þ.e. háa tölu verður maður að hafa langan lýsingartíma þ.e lága tölu og öfugt. 
Á gömlu vélunum voru fastar tölur fyrir hraða og ljósop og bilið milli þeirra var helmingun eða tvöföldun í birtu. Þetta bil kalaðist stopp. Hraðinn var þannig: 60 – 125 – 250 – 500 – 1000 – 2000. Tíminn helmingaðist á milli 125 og 250 og eins á milli 250 og 500 o.s.fr. Ljósopin voru líka þannig að eitt stopp var á milli þó formúlan fyrir þeim væri flóknar og bilið ekki eins augljóst. Ljósopin voru 1,4 – 2- 2,8 – 4 – 5,6 – 8 – 11 – 16 o.s.fr. Ef maður stækkar ljósopið um eitt stopp þá minnkar eykur maður hraðann um eitt stopp (styttir lýsingartíman). 
Þriðja atriði sem hefur áhrif á lýsingu myndar er ljósnæmið. Á filmu timabilinu þá keypti maður filmu með ákveðnu ljósnæmi og þar við sat. Nú getur maður stillt ljósnæmið á milli mynda. Það er mikilvæg ákvörðun hvaða ljósnæmi maður stillir á. Valið hefur sínar fórnir í för með sér. Mikið ljósnæmi kalla á meira suð (noice) en aftur hugsanlega skýrari mynd vegna ljósops og hraða. Minna ljósnæmi kallar á lengri lýsingartíma eða stærra ljósop sem einnig hefur sínar takmarkanir. Ef maður stillir handvirkt þá tekkur maður sjálfur þessar ákvarðanir í stað þess að lát forrit um það. 
Ljósnæmið er kallað ISO sem er nafn á staðlastofnun. Það hleypur gjarna á stoppum eins og ljósop og hraði. 50-100-200-400-800-1600 o.s.fr. Ljósnæmið tvöfaldast þegar talan hækkar um eitt bil t.d. frá 50-100 eða frá 100-200. 
Stafrænar vélar leyfa brot úr stoppum t.d. hálft stopp eða 1/3 úr stoppi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband