Myndflöguraunir


Myndflaga er eins og ég hef oft sagt hliðrænn ljósmælir. Mæliniðurstöður er síðan breytt í stafrænar upplýsingar. Þetta þýðir að pixlarnir sjá aðeins hve mikið ljós kemur inn en ekki hvaða litur er á ljósinu. 
 
Til að sjá í lit eru filterar sem hleypa aðeins einum þriggja grunnlita í gegn. Hver pixill sér því aðeins einn lit. Síðan er liturinn fundinn út með því að blanda saman litum aðliggjandi punkta. Flestir pixlarnir sjá græna litinn. Af einhverjum ástæðum þykir það gefa besta raun.  Gallinn við þetta kerfi er að falst mynstur getur myndast í fleti með þéttum röndum. Til að minnka þessi áhrif þá er móðu filter notaður kallaður anti alias filter á ensku. Sá filter hliðrar til pixlunum þannig að myndin verður aðeins ógreinilegri en óeðlilegt mynstur minnkar eða hverfur.
 
Dýrustu atvinnumyndavélarnar sem kosta erlendis á aðra milljón  sleppa gjarnan svona móðufílter. Nú er ein af nýju full frame vélunum frá Sony sem er 36 milljón pixla búin að losa sig við slíkan filter. Líklega sjást fleiri þannig vélar í framtíðinni. í stað þess að vélin skili ekki mjög skýrum myndum og síðan sé búin til gerviskerpa í þær eftir á þá verða myndirnar skarpar úr vélinni og svona villu mynstur verður unnið í burtu í eftirvinnslunn. Mér líkar sú þróun.  
 
Þá eru til myndflögur sem filtera ljósið þannig að einn pixill getur skráð marga liti. Sú tækni hefur ekki reynst eins vel eins og lofað var í upphafi en von er á mikilvægum endurbótum á þeirri tækni að sögn framleiðanda.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband