Kropp faktor


 
Eins og ég hef sagt ykkur þá er aðdráttur linsu tilgreindur í millimetrum. Þó hægt sé að beita ákveðnum aðferðum til að komast fram hjá lögmálinu þá er miðað við fjarlægðina frá fyrsta gleri að myndflögu.
 
_MG_2683-as-Smart-Object-1-2-E
 Ef við skoðum meðfylgjandi mynd þá sjáum við að aðdrátturinn ræðst líka af stærð myndflögunnar. Svarti reiturinn sýnir minni myndflögu og heildarmyndin fellur á stærri myndflögu. Ef báðar myndirnar eru stækkaðar upp í sömu stærð virðist eins og meiri aðdráttur hafi verið notaðu á myndina með litlu myndflöguna. 
 Ef við höfum myndavél með minni myndflögu þá er stærðinni á myndflögunni oft lýst sem crop factor. Hlutföllin eru t.d. gefin upp sem 1,6 (algengt á Canon vélum) Ef við eigum 30 mm linsu á slíka vél þá jafngildir það 48 mm á vél með myndflögustærð á við 35 mm filmu. Það telst normal linsa eða linsa sem líkir eftir því sem við sjáum. Fyrir ofan þá stærð eru aðdráttarlinsur en víðlinsur þar fyrir neðan.

 Fókusdýpt ræðst af ljósopi en einnig af aðdrætti linsu. Því meiri aðdráttur þeim mun grynnri er fókusdýptin. Fókusdýptin er hins vega jöfn hvort sem þú tekur heildarmyndina eða tekur hluta hennar og stækkar upp. Myndir úr vélum með smærri myndflögu eru yfirleitt að öðru jöfnu með meiri fókusdýpt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband