Leiðandi línur form og fleira

Oft eru einkenni fallegra mynda form og leiðandi línur. Til að sjá hvað ég meina er gott að googla „photography leading lines“ Ef þú átt erfitt með enskuna getur þú afritað þetta og sett inn í google leit. Veldu image og þá sérðu margar mjög fallegar myndir sem allar byggja á því að línur leiða þig inn í myndefnið eða þær ramma það af.

leadinglinesMarkup

Skoðið hverja mynd vel og leitið eftir línum og spyrjið ykkur hvað þær gera fyrir myndina. Þær myndir sem ég sá með slíkri leit þá voru leiðandi línur mjög áberandi. Þær þurfa ekki að vera það. Þær eiga að snú þannig að þær leiði augað á því mikilvægasta.

Form eru líka mikilvæg í mynduppbyggingu. Hafið þið tekið eftir því að ljósmyndarar láta fjölskylduna gjarnan mynda þríhyrning, model eru oft með höndina á mjöðm þannig að hún myndi þríhyrninga og lappirnar gera það gjarnan líka.

Þið getið googlað "Photography triangle" til að sjá hvernig þríhyrningar hafa verið notaðir í myndlist í aldir.  

Önnur form svo sem hringir og ferhyrningar geta líka verið til að auka myndgæðin.

Ég hef talað um speglun og samhverfur. Þá er önnur hliðin spegilmynd hinnar. Oft er skemmtilegt í samhverfumyndum að eitthvað brjóti upp samhverfinu en betra er að hafa slíkt ekki of flókið. Það sem brýtur upp samhverfuna má gjarnan vera á þriðjungalínu þ.e. 2/3 hlutar myndarinnar er öðrum megin við hlutinn/manninn og 1/3 hinum megin. Þetta á sérstaklega við ef samhverfan er miðjusett.

Þið getið séð myndir með samhverfu með því að googla „photography symmetry“

Dýpt getur verið sýnd með leiðandi samsíða línum sem fjarlægjast t.d. vegur. Vegurinn verður þrengri og þrengri. Við vitum samt að hann er allur jafn breiður og þannig skynjum við fjarlægðina. Einnig getur hlutur í forgrunni á móti fjöllum í baksýn skapað dýpt. Ef þið googlið  „photography depth“ þá sjáið þið flott dæmi um dýpt í myndum. Veltið fyrir ykkur hvernig dýptin er sýnd.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband