Bjögun og mm stærðir linsa

Það er ýmislegt fleira skrítið í ljósmyndavísindum en ljósop og hraði sem ég fjallaði um í seinasta pisli. 

 

Untitled-3

Hvað þýðir t.d. að linsa sé t.d. 50 mm eða 100 mm. Það er sko fjarlægðin frá myndflögunni að fyrsta safn- eða dreifi

glerinu þar fyrir framan. Ef þessi fjarlægð er mikil þá er geislinn mjór alla leið frá myndefninu að myndflögunni. Á þessari skematísku mynd sést að hornið verður þrengra ef glerið er fjær myndflögu. 

Nú hafa framleiðendur ýmiss trix við smíði linsa og þetta er svo sem ekki algilt en svona var þetta í byrjun ljósmyndunar.

Þið vitið að ljós brotnar þegar það fer í gegnum gler. Ljósið brotnar mis mikið eftir litum. Sama á sér stað þegar það fer í gegnum vatn. Þess vegna myndast regnbogi þegar sólin nær að skína á rigninguna. Hvað gera linsuframleiðendur til að sporna við þessu. Ljósið klofnar í linsunni. Þeir hafa safn og dreifigler til skiptist og annað vinnur öfug við hitt. Auk þess er ákveðin efni sett á glerin til að draga úr þessu.  Þeir reikna þetta svo mjög nákvæmlega þannig að ljósið á að sameinast á myndflögunni. Engin linsa er fullkomin. Þumalfingursreglur segja að erfiðara er að fullkomna þetta í Zoom linsum en föstum linsum. Plast er notað í stað glerja í ódýrari linsum og er það ekki eins stöðugt efni og því erfiðar að gera góðar linsur úr þvi. Jafnvel þó keypt sé linsa af fullkomnust gerð verður hún aldrei algjörlega fullkomin. Nördardar láta Beco stilla linsurnar nýjar. Gallarnir koma t.d. sem litarendur við jaðra þar sem andstæður eru miklar. Þegar t.d. sólin skín á milli greina trés þá er þetta oft mjög greinilegt. Hægt er að ná mjög góðum árangri í eftirvinnslu með þar til gerðum hugbúnaði til þess að eyða þessu. Þó menn sjái þetta ekki nema skoða mjög grant þá verður myndin áberandi óskýrari með slíkri bjögun en án hennar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband