Hvert þróast myndavélar.


 
Seinasta einn og hálfan áratug hafa þróast magnaðar spegilmyndavélar. Langt er síðan menn hættu að tala um yfirburði filmunnar þó ákveðnir nördar vilji halda í eiginleika hennar eins og tónlistamenn halda í vínilinn.
 
Nú var ég á kynningu á nýjustu vélunum frá Sony. Ein þeirra er ekki einu sinni komin í sölu. Þær eru allar full frame þe. hafa myndflögu á stærð við 35 mm filmu. Samkvæmt kynningunni eru þær algjör tækniundur hver fyrir sig.
 
Það er svo sem engin nýlunda að tæknin verður alltaf fullkomnari og þær voru algjörlega ótrúlegar. Þær voru ekki spegilmyndavélar. Það gerði það að verkum að þær vógu rétt rúmlega 400 gr. þegar mín full fram vél er tvöfallt þyngri. Ég tel þetta framtíðina.
 
Fyrir þá sem ekki vita hvað spegilmyndavél er þá má skýra það þannig. Fyrir framan myndflöguna er fyrst loka og síðan kemur spegill sem hallast í 45° og sendir myndina sem kemur í gegnum linsuna í kíkjugatið aftan á vélinni. Eftir að myndin hefur speglast upp þannig - beygir ljósið aftur 90° í sérsniðnu  prisma.  Þegar smellt er af þarf spegillinn að smella upp þannig að hann verði ekki fyrir myndflögunni og síðan þarf lokan að opnast örskamma stund. Þessu veseni öllu má sleppa, prismanu, lokunni og speglinum. Í nýju vélunum er opið milli linsu og myndflögu. Eins og ég hef sagt er myndflagan alsett örsmáum ljósnemum. Í stað þess að opna og loka fyrir ljósið að myndflögunni eins og hefur verið gert allt frá þvi að filma var í myndflögustað þá er tölva sem ákveður tímabilið sem mæligildin eru tekin. Í stað spegils og prisma sem varpar raunverulegri mynd í kíkjugatið er örsmár flatskjár á bak við gatið sem sýnir þá mynd sem kemur á myndflöguna. 
 
Kostirnir eru augljósir. Myndavélin verður miku léttari og enginn titringur verður frá spegli sem sveiflast upp. Ókostirnir hafa verið í viðbragðshraða og menn sjá ekki nákvæmlega það sem kemur í gegnum linsuna.
 
Tækninni hefur fleygt fram og því viðbragðshraði betri. Mynin þín verður heldur ekki það sem þú sérð í spegilmyndavél heldur það sem myndflagan skráir og það er einmitt það sem þú sérð í spegillausri myndavél með rafrænu kíkjugati (view finder) 
 .
520px-SLR_cross_section.svg
 
 
 Hér er skematísk mynd af spegilmyndavél. Nr. 2 er spegillinn nr. 3 er lokann og ne. 4 er myndflagan. Nr 7 er prisma sem varpar myndinni í kíkjugatið nr. 8. 
 
 Auk þess að myndavélar eru að verða mun léttari þá er video möguleikarnir alltaf að verða betri sérstaklega á það við sjálfvirkan fókus í videotökum og hljóðupptöku. 
 
Fólk er orðið vant því að taka bæði myndir og video á símana sína og sættir sig ekki við annað í myndavélunum.
 
Nú eru alls kyns græjur sem fást til að festa á vélina eða festa vélina á og eru sérstaklega ætluð kvikmyndatökum. Gæði vélanna eru orðin svo mikil að hægt er að taka bíómyndir með þeim.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband