Nördagrein fyrir seinustu færslu

Ljósopstærðir með eins stopps millibili, 1/2 stopps og 1/3 stopps millibili. Á gömlu filmuvélunum reiknuðu menn í heilum stoppum en á stafrænum myndavélum eru bilin stundum minni. 

 

Understanding_aperture_f_stop_chart

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og þið sjáið á ljósopinu sem er til vinstri á myndinni þá er há tala lítið ljósop sem þýðir lítið ljós.

Hraðarnir eru í heilum stoppum. Þar sem flækjustigið er minna læt ég duga að nefna þá í heilum stoppum.

 

1/30 - 1/60 - 1/125- 1/250 - 1/500 - 1/1000- 1/2000 úr sekúndu. Ath að oft er hraðinn ritaður sem heil1tala og þá er ritað 60 - 125 o.s.fr. en miðað er við brot úr sekúndu samt sem áður. 

Hraðinn 60 sem er þá 1/60 úr sekúndu hleypir inn tvöfallt meira ljósi en 250  o.s.fr. 

þá er það ljósnæmið sem kallað er ISO á alþjóðamáli.

Því hærri sem ISO talan er þvi meira ljósnæmi þ.e þeim mun minna ljós þarf.

 Stoppin eru: 50 - 100 - 200 - 400 - 800 - 1600 - 3200 - 6400 -12800 - 25600 o.s.fr. 

Það er nákvæmlega jafn stórt bil á milli 50 og 100 og milli 12800 og 25600. Í báðum tilfellum er eins stopps munur eða tvöföldun/helmingun í ljósi.  

Ef maður ætlar að breyta hraðanum úr 500 í 1000 þarf maður að auka ljósnæmið um eitt stopp t.d. frá 200 til 400 eða stækka ljósopið úr 11 í 8 (hærri tala þýðir minna ljósop munið þið).  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband