Myndvinnsluforrit 1

Bestu myndvinnsluforritin eru frá sama fyrirtæki og Photoshop. Photoshopið er ekki endilega það besta fyrir áhugaljósmyndara. Ræðst það nokkuð af því hvað menn vilja gera. Ef ætlunin er að breyta myndinni á svipaðan hátt og sjálfvirkni myndavélar gerir en gera það eftir eigin höfði en ekki eftir höfði einhverra forritara í útlöndum þá koma ýmis forrit til greina. Eitt af þeim er ókeypis og heitir Picasa. Ég nefni það af því það er ókeypis og þess vegna eitthvað sem menn þurfa ekki að neita sér um ef þeir eiga tölvu á annað borð. Ef menn vilja nálgast það forrit geta þeir googlað orðið Picasa og þá koma upp slóðir þar sem hægt er að hala því niður. Picasa sýnir smámyndir af öllum myndum sem teknar eru inn. Í Picasa er andlitskanni sem leitast við að þekkja fólk á myndunum og para myndir af sömu einstaklingum saman.

Eins og áður segir eru Adobe forritin best. Ef menn vilja kaupa þau þá er best að hafa samband við Nýherja sem hefur aðstoðað menn í að kaupa þau frá Bretlandi. Ef  menn eiga leið til Bandaríkjanna þá er mjög hagstætt að kaupa forritin þaðan.

Helstu forritin fyrir áhugaljósmyndara eru: Photoshop Elements sem er eins konar litli bróðir Photoshops með mjög marga kosti þess en á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Þá nefni ég Lightroom sem er einfalt í notkun en mjög öflugt forrit.

 

Aðal munur á Photoshop Elements og Lightroom er að ekki er hægt að gera miklar breytingar inn í mynd í Lightroom. Þær breytingar sem þar má gera eru aðallega þessar auk breytinga á lýsingu í eintökum hlutum birtuskalans.

 

Hægt er að mála inn á myndina breytingaský og gera breytingar á þeim hluta myndarinnar án þess að þær hafi áhrif á aðra hluta. Þær breytingar sem þar má gera eru margar þær sömu og gera má á heildar myndinni. Þá má draga yfir myndina breytingaflöt sem er þess eðlis að breytingin verður mest í byrjun og dregur svo úr henni þar til hún hverfur alveg. Ef við viljum t.d. dekkja himininn þá drögum yfir efsta hluta myndarinnar slíkan breytingaflöt, stillum inn minni lýsingu og verður himininn þá dekkstur efst en verður ljósari eftir sem neðar dregur.

 

Bæði forritin hafa yfirlit yfir myndir sem teknar hafa verið inn í forritin og smámyndir sem sýna hverja mynd. Þannig geta menn haft heildaryfirlit yfir heimilismyndasöfn svo fremi að þau séu ekki þeim mun stærri.

Photoshop elements (eftirleiðis skammstafað PE) hefur mun meiri möguleika á að breyta mynd svo sem að taka út hluti eða færa til. Ef menn taka hrámyndir þá opnast þær í hliðarforriti við PE sem heitir Camera Raw. Það forrit hefur að mörgu leiti sömu eiginleika og Lightroom en ólíkt í útliti. Einnig er hægt að jpeg myndir í Camera Raw sem fylgir PE. Það er gert með því að fara í File yfirlitið og velja Open As og þar velja Camera Raw.

 

PE hefur mörg viðmót eftir því hversu djúpt menn vilja fara í myndvinnsluna. Eitt viðmótið er fyrir þá sem vita nánast ekkert um myndvinnslu og það seinasta er fyrir þá sem lengst eru komnir í þeim efnum.

 

Mjög auðvelt er að gera myndabækur og myndakort í PE. Þá eru auðveld tól til þess að poppa upp myndir á ýmsan vegu auk venjulegra stillinga svo sem á birtu, kontrast og ljóslit.

 

Í Bandaríkjunum er stundum hægt að fá PE með afslætti í kringum 70 dali. Lightroom kostar yfirleitt rúmlega 100 dali. Þessar tölur breytast og eru aðeins nefndar hér til viðmiðunar. Ekki er hægt að panta Adobe hugbúnað frá íslenskri IP tölu frá Bandaríkjunum og Evrópuverðin eru hærri.

 

Hægt er að panta forrit samkeppnisaðila svo sem ACDsee á netinu.  

 

Þeir sem lengst vilja fara velja gjarnan fullorðið Photoshop og þá velja margir að nota Lightroom með því. (Hvort sem menn velja PE eða Photoshop geta menn valið Lightroom með). Því miður hefur Adobe hætt að uppfæra Photoshop CS. Í stað þess bjóða þeir upp á áskrift og henni fylgir geymsla á gagnaskýi. Fyrir þá sem þurftu ekki að vera alltaf með nýjustu útgáfuna þýðir þetta mun meiri kostnað.

 

Guided skjár.jpgHér má sjá fyrir neðan til hægri skjámynd af PE. Opið er "Guided" glugginn. Þýða má það með leiðbeiningum. Þegar menn velja einhverja af þeim breytingum sem mexpert stikan.jpgá gera á myndinni og birtast hægra megin á skjánum þá fylgja leiðbeiningar (á ensku).

 

Hér til vinstri er síðan stika sem birtist þegar menn velja "Expert" gluggann eða sérfræðinginn.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ef menn vilja kaupa þau þá er best að hafa samband við Nýherja ..."

Kaupa?

Sigurður (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband