Mikilvægast fyrir byrjandann 1,


Flestir taka nú myndir á síman sína eða smámyndavélar. Menn stilla á sjálfstillingu og láta forritarann í útlöndum um að ráða lýsingu myndarinnar. Þetta er ágætt fyrir þá sem sætta sig við þær takmarkanir sem þetta hefur í för með sér. 

 

Ég ætla að sleppa símanum. Þeir eru eins misjafnir eins og þeir eru margir. Myndavélarnar eru það líka en e.t.v. aðeins meiri festa í þeirra stilli möguleikum.

 

Eitt það mikilvægasta í allri myndatöku er það að halda myndavélinni stöðugri. Eftir því sem birtan verður minni því mikilvægara er þetta atriði.

 

Þegar flestir taka myndir þá halda þeir út höndunum og horfa á skjáinn aftan á myndavélinni. Á sumum myndavélum er gamaldags kíkjugat til að miða út myndefnið. Ef það er notað þá heldur maður myndavélinni að líkamanum og hún verður stöðugri. Ef þetta er ekki hægt er möguleik að styðja olnbogunum við líkamann og aðeins nota fremri hluta handleggja til þess að halda myndavélinni frá sér. Við þetta næst þó nokkur stöðugleiki. Þá er hægt að styðja sig við súlu eða annað sem veitir stöðugleika. Gott er að hafa hæfilegt bil á milli fóta. Gott er að æfa sig að ýta á tökuhnappinn. Ákveðin tilhneiging er að ýta vélinni aðeins niður þegar ýtt er á tökuhnappinn. Ég mæli með því að menn æfi sig í því að ýta vélinni jafn mikið upp eins og töku fingurinn ýtir henni niður þ.e. að nota fremur grip um vélina þegar tekið er fremur en að þrýstingurinn sé allur á tökutakkann. Nú er nóg komið í bili. Æfðu þig í að halda myndavélinni stöðugri og myndirnar verða skýrari. Gangi þér vel.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband