Mikilvægt fyrir byrjanda 2

 

Ofan á flestum smámyndavélum er oft lítið hjól með alls kynns möguleikum sem menn þekkja lítið. Einn kosturinn er Auto og velja flestir hann. Margir vita ekki að önnur stilling sem yfirleitt er merkt P er alveg jafn góð en gefur auk þess nokkra möguleika á þvi að grípa fram fyrir hendur á myndavélinni. Þá eru nokkrir kostir sem stundum er á hjólinu sjálfu eða þá að á hjólinu er einn kostur sem leiðir inn í þá möguleika. 

Ef við tökum Pið fyrst. Ef það er valið er oft möguleiki að yfirlýsa eða undirlýtsa mynd. Myndavélin er óskaplegur bjáni. Hún veit ekkert hvað er aðalatriðið hjá þeim sem tekur myndina. Við skulum taka dæmi að verið sé að taka mynd af persónu fyrir framan bjartan glugga. Myndavélin reynir að sjá það sem er fyrir utan gluggan en andlitið verður allt of dökkt. Hugsanlega reynir hún einhverja málamiðlun þar sem það sem úti er verður of ljóst og andlitið of dökkt. Ef maður velur að yfirlýsa við slíkar aðstæður þá sést andlitið en það sem fyrir utan er hverfur.

 

Þegar mynd er tekin í snjó í mög björtu veðri þá gætu margir ályktað sem svo að myndin verði allt of björt og þess vegna verði að undirlýsa. Þessu er öfugt farið. Myndavél telur að heimurinn eigi að vera grár og stillir sig í samræmi við það. Ef mynd í snjó er ekki yfirlýst verður hún allt of dökk.

 

Þegar myndir eru teknar af einhverju sem er nærri svo sem andlitum í heiðskýru veðri þá verður oft hluti andlitisins allt of bjartur og hlutur þess of dökkur. Skilin verða mjög skýr. Ef P er valið á myndavélinni má nota flass í björtu til að mýkja skuggana. fleiri aðferðir eru til þess að mýkja skugga en gott er að byrja á þessu.

Þið stillið þá á P. Ýtið á hnapp sem merktur er flassi eða veljið það með öðrum hætti. (misjafnt eftir myndavélum) og veljið fullt flass án sjálfvirkni og takið mynd. E.t.v. oflýsir flassið og þá er bara að stilla það niðður. Það er líka misjafnlega gert í ólíkum tegundum  Ef þetta tekst ekki með þessum leiðbeinginum þá er örugglega einhver sem þú þekkir sem getur fiktað sig í gegnum stillingar og sagt þér hvernig á að gera þetta.

 

Hitt sem ég ætla að ræða að margar myndavélar gefa notandanum kost á að segja vélinni hvað myndefnið sé. Stundum er henni sagt að hún eigi að nota gervigreind til þess að finna andlit og leggja áherslu á þau. Þá eru stundum myndir annað hvort beint á stillihjólinu ofan á vélinni eða í undirvalmynd oft merk scene. Ein myndin er ef til vill andlit, önnur fjöll og sú þriðja af hlaupara.

Þá eru fjöldi annarra kosta oft einnig í boði ss kertaljós, snjór o.s.fr. Við skulum taka þessa kosti þ.e. andlit, fjall og hlaupara.

 

Mynd þarf að vera rétt lýst. Það eru þrjár stillingar sem ráða því og getur maður valið á milli þeirra. Ein er tökutíminn þ.e. hve lengi linsan er opin fyrir ljósi. Önnur er ljósopið þ.e. hversu stórt gat ljósið fer í gegnum og það þriðja er ljósnæmið. Ef ljósopið er lítið þá þarf að lengja lýsingartímann eða auka ljósnæmið af því að lítið ljós fer í gegnum lítið gat. Ef ljósopið er lítið þá er fókusinn bæði góður á því sem nálægt er og það sem fjarri er. Þannig vill maður hafa það í landslagsmyndum. Velji maður stillinguna fjall þá leitast vélin við að hafa lítið ljósop. Ef maður velur hins vegar andlit þá velur myndavélin stórt ljósop. Andlitið verður þá í fókus en umhverfið ekki.  Þegar maður velur íþróttamanninn velur vélin annað hvort stórt ljósop eða mikla ljósnæmi eða jafnvel bæði til að hafa tökutímann það studdan að myndin verði ekki hreyfð.

 

Gangi þér vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband