Hvað þýðir HDR


Þegar mikill munur er í birtu í bjartasta og dekksta hluta myndefnis getur myndavélin ekki náð öllu. Bestu filmur voru taldar ná allt að 8 stoppum (jafnvel enn meira) þar sem hvert stopp var tvöföldun í birtu miðað við það næsta á undan. Litskyggnur þoldu mun minni birtumun. Misjafnt er eftir myndavélum og vistunarformi hvað þetta bil er mikið í stafrænum myndu og erfitt að fá það uppgefið. Sumir segja að hægt sé að ná mest svipuðum birtumun eða jafnvel meiri en filmurnar réðu við. (Besta hrámynd).
 
Margir velja annað hvort að ná háljósunum (bjartasta hlutanum) og fórna skuggunum eða öfugt. Það er kallað bracketing að taka nokkrar myndi í röð með breytilegum birtustillingum td. eina stillta fyrir háljósin ein fyrir miðju lýsingu og þá þriðju fyrir skuggana. Úttök í prentun eða á skjá hafa enn minni breidd í lýsingu en myndavélin ræður við. Þegar mynd er gerð þannig að mis lýstar myndir eru settar saman þannig að bæðið háljós og skuggar haldi smáatriðum þá þarf að þröngva mjög breiðu birtubili inn í það bil sem úttaksaðferðin leyfir. Slíkar myndir verða svolítið sérstakar jafnvel óeðlilegar í augum margra. Aðrir hrífast af þessu lúkki. 
 
Hrámynd hefur að geyma mun meiri birtumun en úttaksaðferðir heimila (sjá umræðu um hrámyndir í öðrum pisli.) Það þarf að þrengja þeim niður í úttakstæðr og fæst stundum við það HDR look. Menn jafnvel gera í því að fá það fram.
 
Fyrir nördana. Úttaksaðferðirnar eru yfirleitt 8 bita með mest 256 birtustigum á hvern lit. Hrámyndir eru 14 til 16 bita með yfir 65 þúsund birtustigum á lit. Þegar HDR mynd er gerð er fyrst búin til 32 bita mynd úr þremur myndum og síðan er beitt aðferðum til að þröngva þessum upplýsingum niður í 8 bita form.
 
Mörg forrit eru til fyrir HDR vinnslu og ætla ég ekki að tíunda þau hér og nú. Ég notast við Photoshop eins og við flest annað en margir telja að sérhæfð HDR forrit séu betri.
 
HDR er High-dynamic-range sem mætti þýða sem vítt svið. 
 
 
HDR vinnsla er eitt af því sem menn deila um hvort sé við hæfi. Þeir allra trúuðust á  lágmarks vinnslu telja hana guðlast. En eins og ég hef sagt áður. "Ég er fylgjandi trúfrelsi".  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband