Eiginleikar ljóss framhald.

Ég ælta að ræða meira um ljósið í þessum pissli en ljósmyndun snýst náttúrulega um það eins og nafnið bendir til.

Ég talaði um að á ljósmyndastofu eru skuggar oftast mýktir með stórum skermum á ljósum sem dreifa ljósinu og þar með mýkja skuggana. Einnig eru fylli ljós sem eru oftast daufari en aðalljós og lýsa aðeins upp skugga án þess að eyða þeim. Skuggarnir eru nauðsynlegir til að sína form þess sem myndin er tekin af en oft þykir betra að hafa þá ekki of sterka. Þetta á frekar við í litmyndum en svart hvítum myndum en í þeim síðarnefndu er oft reynt að hafa mikinn kontrast.

Ég nefndi að oft væri hornið á milli ljósgjafa módels og myndavélar 45°.

Það er ekki aðeins magn, litur og dreifð ljóss sem skiptir máli heldur aðal stefna. Ef ljósið er beint fyrir aftan það sem tekið er mynd af myndast siluetta þ.e. myndefnið verður svart en sker sig úr því upplýsta þannig að útlínur sjást þ.e. ef maður hefur ekki endurvarpa, eða auka ljósgjafa.  Ef ljósið er frá hlið þá verða allar lóðréttar línur mjög áberandi og langir skuggar sjást frá því sem skagar út. Áferð á taui sést vel og einnig hrukkur í andliti og hamrabelti verður hrikalegra svo dæmi séu tekin.  Ef ljósgjafinn lýsir beint framan á myndefnið þá minnkar áferðin eða hverfur svo sem  hrukkurnar.

Þeir sem eru að taka myndir fyrir prjónablað gæta þess að taka myndina ekki með flassi föstu á myndavélinni.  Þeir hafa ljósgjafann nægjanlega mikið frá hlið svo áferð efnisins sjáist.

45° eru nægjanlegar til að varpa skuggum sem sýna andlitssvip en dregur hann ekki eins mikið fram eins og ef ljósgjafinn væri á hlið. Eins og ég sagði áður þá er oftast eitthvað sem mýkir skuggan án þess að láta þá hverfa alveg.

Það er sagt að góðir landslags ljósmyndarar skoði fyrst myndefnið og bíði síðan eftir rétta ljósinu. Liturinn á ljósinu verður hlýrri að kvöldi eða að morgni, (eða um miðja nótt ef það er björt sumarnótt). Sá tími er kallaður gullni tíminn og þykir bestur til ljósmyndunar. Þó er óvíst að stefna ljóssins sé góð á þeim tíma og þá velja menn annann. Margir fossar á Íslandi eru t.d. mjög erfiðir. Oft er skuggi á neðri hlutanum eða jafnvel á fossinum öllum mikinn hluta dagsins. Oft er best að ná góðum myndum af slíkum fossum þegar mjög skýjað er. Skýin endurvarpa birtunni niður í gljúfrin og birtan verður jafnari..

Ef þið skoðið augun hér í myndinni að neðan sjáið þið að lýsingin er stúdíóljós með ferhyrndum ljósdreifi. Ljósið er nokkuð fyrir ofan andlitið og nægir það til að sýna áferð húðarinnar vel. Skuggarnir eru harðir og fer það betur í svart hvítum myndum en litmyndum. Mikill kontrast

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband