Aðferðir til að minnka skugga.

Ljós hefur ýmsa eiginleika sem við veltum ekki mikið fyrir okkur. Ég hef talað um að hvítt ljós er ekki hvítt í augum mindavélar. Heilinn á okkur veit hvað á að vera hvítt í mynd og við sjáum hvítt í öllu hvítu ljósi óháð smá breytileika í lit. Ljósið hefur líka stefnu og er mis hart. Hvað þýðir þetta. 

 Tökum fyrst hart ljós. Það kemur frá einum ljósgjafa beint án þess að ná að dreifast. Þannig er ljósið á heiðskýrum himni ef ekkert nær að skyggja á sólina. Einkenni  mynda í hörðu ljósi er að skilin milli ljóss og skugga verða mjög skört og hætta á að myndavélin ráði ekki við hvorutveggja. Annað hvort verða háljósin brend eða skuggarnir alveg svartir og stundum bæði.

Mjúkt kallast ljósið þegar það fær að endurvarpast og koma frá misjöfnum hliðum. Aðal ljósgjafinn getur verið nokkuð harður en ljósið endurvarpast inn í skuggana, lýsir þá upp og mýkir skilin. Þegar myndir eru teknar af fólki þykir mjúk birta oftast betri. Sumir gera út á andstæðurnar og getur það líka verið flott í vissum tilfellum. Fæstir myndu taka mynda af fermingarbarni með hörðu ljósi.

 Þegar heimsækið ljósmyndara á stofu hans sjáið þið mikla ljóskastara með daufu ljósi. Yfir ljósunum eru miklir skermar með hvítum hálfgegnsæjum dúki fyrir framan ljósið. Hvíti dúkurinn dreifir ljósinu og mýkir það. Því nær sem ljósið er því stærra verður það í samanburði við þann sem myndin er tekin af og verður þannig mýkra. Svona ljós er yfirleitt haft þannig að það stefni 45 gráður á módelið miðað við stöðu myndavélarinnar og svolítið hærra.  Oft er notað aðalljós og svo veikara fylli ljós sem mýkir þá skugga sem aðalljósið nær ekki til. Menn geta sett upp flass á fót og beint því inn í sérstakar hvítar "regnhlífar" og myndað þannig mjúkt ljós. Til að gera þetta þurfa menn að sjálfsögðu að hafa einhverja aðferð til að kveikja á flassinu. Mögulegt er að nota það sem þræl við flass sem maður setur á myndavélina eða að maður notar sérstakt tæki til að kveikja á flassinu. Ef maður notar flass á myndavélinni getur maður beint því frá módelinu t.d. að hvítum endurvarpa sem kastar ljósinu inn í skuggana. Þegar menn nota flöss eins og stúdíóljós verða menn að hafa það í huga að þau eru ekki nærri eins kraftmikil. Hins vegar minkar ljósmagnið í veldisfalli af fjarlægðinni. Hægt er að ná góðum árangri með því að færa ljósgjafann nær módelinu. Þá er hægt að setja mörg ódýr flöss saman og kaupa sérstakt tæki sem stýrir þeim. Hér eru nokkrar myndir af veraldarvefnum um uppsettningar. Ég á eftir að ræða frekar um skugga mýkt ljóss og stefnu í næstu pisslum.  

 

flöss með regnhlífum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Möguleikar með flössum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband