Hvert þróast myndavélar.


 
Seinasta einn og hálfan áratug hafa þróast magnaðar spegilmyndavélar. Langt er síðan menn hættu að tala um yfirburði filmunnar þó ákveðnir nördar vilji halda í eiginleika hennar eins og tónlistamenn halda í vínilinn.
 
Nú var ég á kynningu á nýjustu vélunum frá Sony. Ein þeirra er ekki einu sinni komin í sölu. Þær eru allar full frame þe. hafa myndflögu á stærð við 35 mm filmu. Samkvæmt kynningunni eru þær algjör tækniundur hver fyrir sig.
 
Það er svo sem engin nýlunda að tæknin verður alltaf fullkomnari og þær voru algjörlega ótrúlegar. Þær voru ekki spegilmyndavélar. Það gerði það að verkum að þær vógu rétt rúmlega 400 gr. þegar mín full fram vél er tvöfallt þyngri. Ég tel þetta framtíðina.
 
Fyrir þá sem ekki vita hvað spegilmyndavél er þá má skýra það þannig. Fyrir framan myndflöguna er fyrst loka og síðan kemur spegill sem hallast í 45° og sendir myndina sem kemur í gegnum linsuna í kíkjugatið aftan á vélinni. Eftir að myndin hefur speglast upp þannig - beygir ljósið aftur 90° í sérsniðnu  prisma.  Þegar smellt er af þarf spegillinn að smella upp þannig að hann verði ekki fyrir myndflögunni og síðan þarf lokan að opnast örskamma stund. Þessu veseni öllu má sleppa, prismanu, lokunni og speglinum. Í nýju vélunum er opið milli linsu og myndflögu. Eins og ég hef sagt er myndflagan alsett örsmáum ljósnemum. Í stað þess að opna og loka fyrir ljósið að myndflögunni eins og hefur verið gert allt frá þvi að filma var í myndflögustað þá er tölva sem ákveður tímabilið sem mæligildin eru tekin. Í stað spegils og prisma sem varpar raunverulegri mynd í kíkjugatið er örsmár flatskjár á bak við gatið sem sýnir þá mynd sem kemur á myndflöguna. 
 
Kostirnir eru augljósir. Myndavélin verður miku léttari og enginn titringur verður frá spegli sem sveiflast upp. Ókostirnir hafa verið í viðbragðshraða og menn sjá ekki nákvæmlega það sem kemur í gegnum linsuna.
 
Tækninni hefur fleygt fram og því viðbragðshraði betri. Mynin þín verður heldur ekki það sem þú sérð í spegilmyndavél heldur það sem myndflagan skráir og það er einmitt það sem þú sérð í spegillausri myndavél með rafrænu kíkjugati (view finder) 
 .
520px-SLR_cross_section.svg
 
 
 Hér er skematísk mynd af spegilmyndavél. Nr. 2 er spegillinn nr. 3 er lokann og ne. 4 er myndflagan. Nr 7 er prisma sem varpar myndinni í kíkjugatið nr. 8. 
 
 Auk þess að myndavélar eru að verða mun léttari þá er video möguleikarnir alltaf að verða betri sérstaklega á það við sjálfvirkan fókus í videotökum og hljóðupptöku. 
 
Fólk er orðið vant því að taka bæði myndir og video á símana sína og sættir sig ekki við annað í myndavélunum.
 
Nú eru alls kyns græjur sem fást til að festa á vélina eða festa vélina á og eru sérstaklega ætluð kvikmyndatökum. Gæði vélanna eru orðin svo mikil að hægt er að taka bíómyndir með þeim.  

Eiginleikar ljóss frh.


Ég hef verið að fjalla m.a. um stefnu og  mýkt ljóss. Ég hef sagt ykkur frá því hvernig hvítur skermur fyrir framan ljósin hjá ljósmyndaranum dreifir ljósinu og skuggarnir verða mýkri. 
 
Skýin virka þannig á sólarljósið. Í skýjuðu veðri er ljósið mýkra. Ef við ætlum að taka mynd af fjölskyldunni í ferðalagi langar okkur gjarnan að taka myndina við verstu skilyrðin þ.e. í glampandi sólskyni. Við viljum skrá það á mynd hvað veðrir var gott.
 
Þessar myndir verða sjaldnast góðar af fólki. Andstæður verða of miklar, hluti andlita verður brendur sem hvítar skellur og skuggarnir verða harðir og ekki fallegir.
 
Við getum beitt ýmsum aðferðum til að bæta myndgæðin.
 
Taka má myndina á móti sól. Ef sólin er hátt á lofti þarf hún ekki að trufla myndatökuna. Að vísu verður andlitið dökkt eða bakgrunnurinn of ljós. Ráð við því er að beina flassi af fullum styrk að andlitinu og þá verður birtan í því jafnari þeirri sem er í umhverfinu. Best er að hafa flassið aðeins til hliðar og ofan við myndefnið þ.e. því haldi í hendinni eða það haft á fæti. 
 
Þá má tak myndina í skugga ( hugsanlega með flassi) einnig má nota endurvarpa til að spegla ljósinu á skuggahliðar andlits, hvort sem sólin er framan við andlitið eða á bak við það. Þannig má hafa sólina í 45° á andlitið miðað við línuna myndavél - andlit og mýkja skuggana með endurvarpa. Við slíkar myndatökur er gott að hafa aðstoðarmann við að halda endurvarpanum og því sjaldnast praktískt í lautarferðum. 
 
BeforeAfterShot
 

Eiginleikar ljóss framhald.

Ég ælta að ræða meira um ljósið í þessum pissli en ljósmyndun snýst náttúrulega um það eins og nafnið bendir til.

Ég talaði um að á ljósmyndastofu eru skuggar oftast mýktir með stórum skermum á ljósum sem dreifa ljósinu og þar með mýkja skuggana. Einnig eru fylli ljós sem eru oftast daufari en aðalljós og lýsa aðeins upp skugga án þess að eyða þeim. Skuggarnir eru nauðsynlegir til að sína form þess sem myndin er tekin af en oft þykir betra að hafa þá ekki of sterka. Þetta á frekar við í litmyndum en svart hvítum myndum en í þeim síðarnefndu er oft reynt að hafa mikinn kontrast.

Ég nefndi að oft væri hornið á milli ljósgjafa módels og myndavélar 45°.

Það er ekki aðeins magn, litur og dreifð ljóss sem skiptir máli heldur aðal stefna. Ef ljósið er beint fyrir aftan það sem tekið er mynd af myndast siluetta þ.e. myndefnið verður svart en sker sig úr því upplýsta þannig að útlínur sjást þ.e. ef maður hefur ekki endurvarpa, eða auka ljósgjafa.  Ef ljósið er frá hlið þá verða allar lóðréttar línur mjög áberandi og langir skuggar sjást frá því sem skagar út. Áferð á taui sést vel og einnig hrukkur í andliti og hamrabelti verður hrikalegra svo dæmi séu tekin.  Ef ljósgjafinn lýsir beint framan á myndefnið þá minnkar áferðin eða hverfur svo sem  hrukkurnar.

Þeir sem eru að taka myndir fyrir prjónablað gæta þess að taka myndina ekki með flassi föstu á myndavélinni.  Þeir hafa ljósgjafann nægjanlega mikið frá hlið svo áferð efnisins sjáist.

45° eru nægjanlegar til að varpa skuggum sem sýna andlitssvip en dregur hann ekki eins mikið fram eins og ef ljósgjafinn væri á hlið. Eins og ég sagði áður þá er oftast eitthvað sem mýkir skuggan án þess að láta þá hverfa alveg.

Það er sagt að góðir landslags ljósmyndarar skoði fyrst myndefnið og bíði síðan eftir rétta ljósinu. Liturinn á ljósinu verður hlýrri að kvöldi eða að morgni, (eða um miðja nótt ef það er björt sumarnótt). Sá tími er kallaður gullni tíminn og þykir bestur til ljósmyndunar. Þó er óvíst að stefna ljóssins sé góð á þeim tíma og þá velja menn annann. Margir fossar á Íslandi eru t.d. mjög erfiðir. Oft er skuggi á neðri hlutanum eða jafnvel á fossinum öllum mikinn hluta dagsins. Oft er best að ná góðum myndum af slíkum fossum þegar mjög skýjað er. Skýin endurvarpa birtunni niður í gljúfrin og birtan verður jafnari..

Ef þið skoðið augun hér í myndinni að neðan sjáið þið að lýsingin er stúdíóljós með ferhyrndum ljósdreifi. Ljósið er nokkuð fyrir ofan andlitið og nægir það til að sýna áferð húðarinnar vel. Skuggarnir eru harðir og fer það betur í svart hvítum myndum en litmyndum. Mikill kontrast

 


Aðferðir til að minnka skugga.

Ljós hefur ýmsa eiginleika sem við veltum ekki mikið fyrir okkur. Ég hef talað um að hvítt ljós er ekki hvítt í augum mindavélar. Heilinn á okkur veit hvað á að vera hvítt í mynd og við sjáum hvítt í öllu hvítu ljósi óháð smá breytileika í lit. Ljósið hefur líka stefnu og er mis hart. Hvað þýðir þetta. 

 Tökum fyrst hart ljós. Það kemur frá einum ljósgjafa beint án þess að ná að dreifast. Þannig er ljósið á heiðskýrum himni ef ekkert nær að skyggja á sólina. Einkenni  mynda í hörðu ljósi er að skilin milli ljóss og skugga verða mjög skört og hætta á að myndavélin ráði ekki við hvorutveggja. Annað hvort verða háljósin brend eða skuggarnir alveg svartir og stundum bæði.

Mjúkt kallast ljósið þegar það fær að endurvarpast og koma frá misjöfnum hliðum. Aðal ljósgjafinn getur verið nokkuð harður en ljósið endurvarpast inn í skuggana, lýsir þá upp og mýkir skilin. Þegar myndir eru teknar af fólki þykir mjúk birta oftast betri. Sumir gera út á andstæðurnar og getur það líka verið flott í vissum tilfellum. Fæstir myndu taka mynda af fermingarbarni með hörðu ljósi.

 Þegar heimsækið ljósmyndara á stofu hans sjáið þið mikla ljóskastara með daufu ljósi. Yfir ljósunum eru miklir skermar með hvítum hálfgegnsæjum dúki fyrir framan ljósið. Hvíti dúkurinn dreifir ljósinu og mýkir það. Því nær sem ljósið er því stærra verður það í samanburði við þann sem myndin er tekin af og verður þannig mýkra. Svona ljós er yfirleitt haft þannig að það stefni 45 gráður á módelið miðað við stöðu myndavélarinnar og svolítið hærra.  Oft er notað aðalljós og svo veikara fylli ljós sem mýkir þá skugga sem aðalljósið nær ekki til. Menn geta sett upp flass á fót og beint því inn í sérstakar hvítar "regnhlífar" og myndað þannig mjúkt ljós. Til að gera þetta þurfa menn að sjálfsögðu að hafa einhverja aðferð til að kveikja á flassinu. Mögulegt er að nota það sem þræl við flass sem maður setur á myndavélina eða að maður notar sérstakt tæki til að kveikja á flassinu. Ef maður notar flass á myndavélinni getur maður beint því frá módelinu t.d. að hvítum endurvarpa sem kastar ljósinu inn í skuggana. Þegar menn nota flöss eins og stúdíóljós verða menn að hafa það í huga að þau eru ekki nærri eins kraftmikil. Hins vegar minkar ljósmagnið í veldisfalli af fjarlægðinni. Hægt er að ná góðum árangri með því að færa ljósgjafann nær módelinu. Þá er hægt að setja mörg ódýr flöss saman og kaupa sérstakt tæki sem stýrir þeim. Hér eru nokkrar myndir af veraldarvefnum um uppsettningar. Ég á eftir að ræða frekar um skugga mýkt ljóss og stefnu í næstu pisslum.  

 

flöss með regnhlífum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Möguleikar með flössum

 


Kontrast og kúrvur.


Ef maður tekur hrámynd og skoðar hana beint úr myndvélinni fær maður myndina nokkurn vegin eins og myndavélin sér hana. Myndin er alls ekki eins og við upplifðu umhverfið. 
 
Jafnvel þó við sleppum þrívíddinni sem flestir sjá en myndavélin sér yfirleitt ekki þá er samt mikill munur á því sem við upplifðum og það sem myndavélin skráði. Af hverju?
 
Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif en stærsti þátturinn er vinnsla heilans. Myndin sem við upplifun og teljum okkur sjá er unnin mynd í forriti sem mótast hefur frá því að fyrstu ljósskynjunarfrumur jarðarinnar sáu "dagsins ljós" 
 
Þrátt fyrir alla siðmenningu erum við í grunninn dýr sem hefur þurft að bjarga sér í náttúrunni. Heilinn skerpir andstæður milli ljóss og skugga til þess að greina lífverur sem reyndu að fela sig í með litamynstri eða því um líku.  Það er okkur eðlilegt að sjá slíkar anstæður og það hefur mótað fegurðarsmekk okkar. Okkur þykir þannig ekki mikið varið í myndir sem hafa ekki þessar anstæður. Þegar við vistum í Jpeg þá hefur myndavélin séð um að auka kontrast (andstæður) en það er þarf ekki endilega að vera á þeim stöðum þar sem við viljum hafa hann.
 
Þá er geta augans til að skrá misjafna birtu meiri heldur en við sjáum almennt í myndum. Bæði er skynfærið öflugt og einnig það að við setjum saman myndina í huga okkar úr mörgum myndum og getum breytt ljósopi augans á milli.
 
Þó augu okkar séu e.t.v. keimlík þá er þessi heilavinnsla persónubundinn og fegurðarsmekkur okkar einnig. Það er t.d. sagt að þeir sem lesa í aðra átt en við eigum að venjast sjá myndir öðruvísi en við.
Við lesum myndir frá vinstri til hægri. Mikilvægt er að loka ekki fyrir lesturinn á þeirri leið. Prófið að taka mynd og varpa henni þannig að vinstri hliðin verðu að þeirri hægri og öfugt. Upplifunin breytist algjörlega.
 
Kontrast fæst með því að mikill munur er milli birtustiga. Ef kontrastlítilli mynd er breytt í svart hvíta verður hún mis grá. Það vantar í hana kol svart og skjanna hvítt. Þegar ég fjallaði um histógram hér á undan benti ég m.a. á stillingar sem heita level. Sú stilling leyfir að færa sleða frá jaðri birtuskalans að þeim punktum á histógraminu sem næstir eru jaðrinum. Með því segir maður að þeir punktar eigi að vera alveg svartir eða alveg hvítir. Með því eykur maður heildar kontrast myndarinnar.
 
Í þessum pissli ætla ég að sýna ykkur hvernig maður getur aukið kontrast á ákveðnu bili inn í myndinni með kúrvum.  
 
 
 Á þessari mynd sjáið þið kúrvustillinguna eða curves. Ef við rifjum upp það sem sagt var um histogram. Það er graf yfir ljósmagn í myndinni. Á grafið er skráður fjöldi punkta með sömu birtu. Hæð grafsins segir til um fjölda pixla af ákveðinni birtu og lárétti ásinn sýnir hvað birtan er mikil frá svörtu á vinstri síðu að hvítu á þeirri hægri. Histógram fyrir mynd i snjó sýndi alla punktana hægra megin við miðju og mynd af kolabyng myndi hafa flesta punktana vinstra megin. 
Kúrvustillingin hefur skálínu frá neðsta neðra horni vinstra megin að hægra horni að ofan og á hún að sýna jafna dreifingu á birtu. Ef maður eykur hallan á þessari línu á ákveðnu bili þá aukast andstæður á því bili en maður verður þá að minnka þær á öðrum bilum í staðinn. Sjálfvirkur búnaður forrita býr til S kúrvu þ.e. eykur kontrast í miðjunni en minnkar hann í jöðrunum. S kúrva er gerð þannig að tekinn er punktur stuttu frá vinstra jaðri og hann lækkaður og á móti er tekinn punktur stuttu frá hægri hlið og hann hækkaður þar til birta í myndinni verður rétt.
S kúrva
 
Sjáið myndina S kúrva. Hægt er að vinna sjálfstætt með einstaka hluta skalans og búa til andstæður á einhverju bili í skuggum, háljósum eða í miðjunni. Maður verður að gæta þess að minnkaðar andstæður á móti á öðrum sem hafa meiri andstæður  komi ekki illa út.  
Í Lightroom eru sleðar sem gera svipaða hluti. Það er mjög gott að skoða histógramið á meðan þeir eru dregnir til. Sumir vinna á hluta grafsins meðan aðrir vinna á heildinni. Mjög mikil breyting varð á því hvernig þeir vinna að ég held á milli útgáfu 3 og 4 frekar en á milli 4 og 5.
Þessi mynd er úr photoshop CC. Ef grant er skoðað sést hendi rétt neðan við grafið vinstra megin. Örvar vísa upp og niður. Ef maður velur þetta tól þá getur maður breytt birtu í einstökum punkti. Þessi aðgerð hefur áhrif á alla jafn bjarta punkta og dreifa verður breytingunni á næstu punkta. Aðgerðin þynnist út að næsta punkti sem valin er. Ýmsir aðri möguleikar eru í þessri einu mynd en nú er komið nóg í bili 
 
 

Nokkur orð um ISO og kelvin

ISO og kelvin

 

ISO er mælieingin fyrir birtumagn og kelvin er staðall fyrir lit á ljósi.

ISO er skammstöfun fyrir alþjóða staðlastofnunina. Eldri staðlar fyrir ljósnæmi voru m.a. DIN sem var þýskur og ASA sem var amerískur.

Myndflaga er aftan við linsuna. Þessi myndflaga er alsett agnarsmáum ljósmælum sem við köllum pixla. 10 mega pixla myndflaga hefur 10 milljón slíka ljósmæla. Geta ljósmælanna til að mæla ólika birtu er mun meiri en hægt er að skrá í stafræna mynd. Þess vegna veljum við ákeðið bil á birtuskalanum sem við skráum. Við getum valið að skrá dimmasta hluta birtuskjalans og þá höfum við háa ISO tölu. Við getum einnig valið bjartasta hlutann og veljum þá lága ISO tölu.

Það sem við veljum er meðalbirtan. Myndflagan skráir birtu á ákveðnu bili.

Ég hef sagt ykkur frá hugtakinu stopp. Eitt stopp er tvöföldun eða helmingun í birtu.

Ljósop og hraðar voru áður skráðir í heilum stoppum. Yki maður birtuna með því að lengja lýsingartíman um eitt stopp gat maður minnkað hana á móti með því að minnka ljósopið um eitt stopp. Ljósnæmnin hleypur líka á stoppum og gildir það sama maður getur aukið ljósnæmnina um eitt stopp og minnkað þá ljósopið um eitt stopp eða stytt tökutíman um eitt stopp. Nú leyfa nýjustu myndavélar breytileika um ½ stopp eða 1/3 úr stoppi en sama lögmál gildir með breytum breytanda.

Hvað þýða kelvin gráður í ljósmyndun.

Ljós sem okkur virðist hvítt hefur misjafnan lit. Þetta sjáum við ef við tökum myndir með inniljósi og það sést í glugga. Það sem úti er virðist blátt.

Stafrænar vélar búa yfir hvítjöfnun þ.e. white balance. Oftast er notast við sjálfvirkt mat vélar á ljóslit þ.e. automatic white balance. Myndavélin metur litinn á ljósinu og aðlagar skráningu lita skv. Því. Við getum einnig stillt ljóslitinn sjálf. Það er m.a. hægt að gera þannig að tekin er mynd af hvítum eða hrein gráum fleti og myndavélinni sagt að miða ljóslitinn við það. Þá eru forgerðar stillingar fyrir heiðan himinn, skýjað veður og ýmsa fasta ljósgjafa.

Dagljós og flöss eru í kringum 5.500 kelvin. Fyrir flesta er þetta óskiljanlegt. Sumir geta stillt myndavélina sína á 5.500 kelvin hugsunarlaust og láta þar við sitja.

Kelvin gráður er mælieining fyrir hitastig. 0 á kelvin er alkul sem er lægsta mögulega hitastig þ.e. -273,15 á selsíus. 0 gráður á selsíus er 273,15 gráður á kelvin. Munur á milli gráða er því sami á kelvin og selsíus aðeins núllpunkturinn ólíkur. 5.500 er því mikill hiti. Hvernig tengist þetta lit á ljósi?

 

Svarið er einfalt: eiginlega ekkert. Til að fá staðlað litaspjald var litur á bráðnandi járni haft til viðmiðunar. 5.500 er liturinn af járni þegar það hefur verið hitað í 5.500 – 273,15 gráður þ.e. 5.226,85 á selsíus.

Kelvin gráður eru tölur fyrir lit á ljósi og hafa ekkert með hitastig að gera að öðru leyti en þessu.

 


Hvað þýðir HDR


Þegar mikill munur er í birtu í bjartasta og dekksta hluta myndefnis getur myndavélin ekki náð öllu. Bestu filmur voru taldar ná allt að 8 stoppum (jafnvel enn meira) þar sem hvert stopp var tvöföldun í birtu miðað við það næsta á undan. Litskyggnur þoldu mun minni birtumun. Misjafnt er eftir myndavélum og vistunarformi hvað þetta bil er mikið í stafrænum myndu og erfitt að fá það uppgefið. Sumir segja að hægt sé að ná mest svipuðum birtumun eða jafnvel meiri en filmurnar réðu við. (Besta hrámynd).
 
Margir velja annað hvort að ná háljósunum (bjartasta hlutanum) og fórna skuggunum eða öfugt. Það er kallað bracketing að taka nokkrar myndi í röð með breytilegum birtustillingum td. eina stillta fyrir háljósin ein fyrir miðju lýsingu og þá þriðju fyrir skuggana. Úttök í prentun eða á skjá hafa enn minni breidd í lýsingu en myndavélin ræður við. Þegar mynd er gerð þannig að mis lýstar myndir eru settar saman þannig að bæðið háljós og skuggar haldi smáatriðum þá þarf að þröngva mjög breiðu birtubili inn í það bil sem úttaksaðferðin leyfir. Slíkar myndir verða svolítið sérstakar jafnvel óeðlilegar í augum margra. Aðrir hrífast af þessu lúkki. 
 
Hrámynd hefur að geyma mun meiri birtumun en úttaksaðferðir heimila (sjá umræðu um hrámyndir í öðrum pisli.) Það þarf að þrengja þeim niður í úttakstæðr og fæst stundum við það HDR look. Menn jafnvel gera í því að fá það fram.
 
Fyrir nördana. Úttaksaðferðirnar eru yfirleitt 8 bita með mest 256 birtustigum á hvern lit. Hrámyndir eru 14 til 16 bita með yfir 65 þúsund birtustigum á lit. Þegar HDR mynd er gerð er fyrst búin til 32 bita mynd úr þremur myndum og síðan er beitt aðferðum til að þröngva þessum upplýsingum niður í 8 bita form.
 
Mörg forrit eru til fyrir HDR vinnslu og ætla ég ekki að tíunda þau hér og nú. Ég notast við Photoshop eins og við flest annað en margir telja að sérhæfð HDR forrit séu betri.
 
HDR er High-dynamic-range sem mætti þýða sem vítt svið. 
 
 
HDR vinnsla er eitt af því sem menn deila um hvort sé við hæfi. Þeir allra trúuðust á  lágmarks vinnslu telja hana guðlast. En eins og ég hef sagt áður. "Ég er fylgjandi trúfrelsi".  

Enn um Adobe forritin.


Adobe fyrirtækið er eins og ég hef sagt hér í pistli sterkasta fyrirtækið í gerð myndvinnsluforrita. Aðal forritið er Photoshop sem er til þess að gera flókið forrit og ekki uppfullt af einföldum aðgerðum sem auðvelt er að læra á. Þetta höfuðtól atvinnumanna fæst nú ekki endurnýjað í pökkum heldur fylgir aðeins áskrift af geymsluskýi og kallast creative cloude eða Cc.
 
Litli bróði Photoshops fæst enn í pakka og heitir Photoshop elements. Tengja má það við vídeo forrit sem heitir Photoshop premier elements.  Elements gefur kost á meiri einfaldleika og ýmsu sem áhugaljósmyndarar þykir gaman að nota. 
 
Bæði Photoshop og Elements hafa fylgi forrit sem upphaflega var ætlað til að vinna úr hrámyndum og kallast Camera Raw. Það forrit er mjög þægilegt - maður stillir af myndina, lit, skerpu og birtu með sleðum og sér árangurinn samstundis.  Breyta má þessum þáttum í hluta myndar og þá má laga vissar bjaganir vegna linsu, minka stafrænt suð (digital noice) o.s.fr. taka út sensor óhreinindi og annað smálegt.
 
Það er ekki hægt að taka tengdamömmu út í Camera Raw og ekki hægt að setja inn persónu í hópmynd sem  var ekki á staðnum, breyta rigningarhimni í sólskin o.s.fr. Til þess þarf Photoshop eða Elements.
 
Vinslælasta forritið frá Adobe er örugglega Lightroom. Það er svona sleðaforrit eins og camera raw og gerir svipaða hluti en útlitið er meira aðlaðandi. Auk þess hefur það að geyma gagnagrunn fyrir myndir. Bæði má fá yfirlit yfir allar myndir, skoða þær eftir dagsetningum, myndavél sem notuð var og jafnvel hvernig linsan var stillt í hvert skipti. Auk þess má setja á myndirnar leitarorð sem síðan má finna þær eftir. Það má stjörnumerkja myndir og litamerkja og setja í skyndival t.d. til að velja myndir til frekari vinnslu eða útflutnings.
 
Eins og ég hef áður getið þá breytist ekki frummyndin þegar myndir eru unnar í Camera Raw eða Lightroom. Upplýsingar um vinnsluna eru geymdar í skrá og notaðar þegar myndin er annað hvort afrituð eða prentuð út.
 
Þegar menn vinna mynd í Photoshop eða Elements þá er ekki hægt að vista breytingarnar sem hrámynd heldur verður að flytja myndina í annað format. Við þá vistun verða breytingarnar varanlegar í afritinu. Margir vilja varðveita hvert skref þannig að hægt sé að bakka og breyta eftir vild. Það krefst nokkurs aga í flókinni vinnslu en er hægt.
 
Í photoshop og Elements er hægt að búa til vinnslulög. Grunnmyndin er neðst og helst óbreytt en bæði afrit af henni og auð lög eru sett ofan á hana og vinnslan er á þessum lögum. Þessu má líkja við að glærur séu settar ofan á myndina. Fjölbreyttar stillingar eru á lögunum svo sem hvernig þau blandast næstu lögum. Þá má slökkva á einstökum lögum og kveikja til að fylgjast með áhrifunum. Photoshop hefur sérstakt skráarsnið sem leyfir að vista öll lögin og þannig má skipta um skoðun og lagfæra aftur í tíman síðar. Ég sagði að þetta krefðist aga. Ef menn merkja ekki hvað hvert lag gerir þá verður flækjustigið fljótlega óviðráðanlegt.
 
Mjög gaman væri að heyra frá lesendum um reynslu af öðrum forritum PC forritum til vinnslu mynda annað hvort sem athugasemd eða senda mér á flottmynd@gmail.com 
 
 
 

Bjögun og mm stærðir linsa

Það er ýmislegt fleira skrítið í ljósmyndavísindum en ljósop og hraði sem ég fjallaði um í seinasta pisli. 

 

Untitled-3

Hvað þýðir t.d. að linsa sé t.d. 50 mm eða 100 mm. Það er sko fjarlægðin frá myndflögunni að fyrsta safn- eða dreifi

glerinu þar fyrir framan. Ef þessi fjarlægð er mikil þá er geislinn mjór alla leið frá myndefninu að myndflögunni. Á þessari skematísku mynd sést að hornið verður þrengra ef glerið er fjær myndflögu. 

Nú hafa framleiðendur ýmiss trix við smíði linsa og þetta er svo sem ekki algilt en svona var þetta í byrjun ljósmyndunar.

Þið vitið að ljós brotnar þegar það fer í gegnum gler. Ljósið brotnar mis mikið eftir litum. Sama á sér stað þegar það fer í gegnum vatn. Þess vegna myndast regnbogi þegar sólin nær að skína á rigninguna. Hvað gera linsuframleiðendur til að sporna við þessu. Ljósið klofnar í linsunni. Þeir hafa safn og dreifigler til skiptist og annað vinnur öfug við hitt. Auk þess er ákveðin efni sett á glerin til að draga úr þessu.  Þeir reikna þetta svo mjög nákvæmlega þannig að ljósið á að sameinast á myndflögunni. Engin linsa er fullkomin. Þumalfingursreglur segja að erfiðara er að fullkomna þetta í Zoom linsum en föstum linsum. Plast er notað í stað glerja í ódýrari linsum og er það ekki eins stöðugt efni og því erfiðar að gera góðar linsur úr þvi. Jafnvel þó keypt sé linsa af fullkomnust gerð verður hún aldrei algjörlega fullkomin. Nördardar láta Beco stilla linsurnar nýjar. Gallarnir koma t.d. sem litarendur við jaðra þar sem andstæður eru miklar. Þegar t.d. sólin skín á milli greina trés þá er þetta oft mjög greinilegt. Hægt er að ná mjög góðum árangri í eftirvinnslu með þar til gerðum hugbúnaði til þess að eyða þessu. Þó menn sjái þetta ekki nema skoða mjög grant þá verður myndin áberandi óskýrari með slíkri bjögun en án hennar.

 

 


Af hverju er allt svona öfugsnúið?

Af hverju er allt svona öfugsnúið.

Ljósopið f 22 er mjög lítið en 2,8 er mjög stórt. Ég hef  tekið ljósmyndir frá því ég var 10 ára, farið í bréfaskóla og iðnnám í ljósmyndum og mér finnst þetta enn öfugsnúið.  Af einhverjum ástæðum finnst mér mun skiljanlegra að tíminn 1000 er miklu skemmri en 50. Ástæðan fyrir þessu að um hlutfall er að ræða. 1000 er 1/1000 úr sekúndu og 50 er þá 1/50 úr sékúndu og því mun lengri tími. Ljósopið er svona hlutfall þó það sé miklu flóknara. Formúlan fyrir því hefur bæði annað veldi og pí og reyni hvorki að skilja hana eða skýra hana fyrir ykkur. Ljósopið  reiknað út frá vídd linsunnar þ.e. hvað zúmmið er mikið svo talað sé mannamál. Til að einfalda þetta er það eitthvað 1/ljósopi og læt ég það nægja. 
Hér eru nokkur ljósop.
Aperture_diagram.svg
 
Ljósop er sem sagt stærð á gati sem ljósið fer í gegnum. Því stærra sem gatið er því meira ljós sleppur í gegn. Hraðinn segir til um hve lengi er opið fyrir ljósið. Þar gildir að því lengur sem ljósið fær að skína á myndflöguna því meira ljós mælist. 
Þumalfingursreglan er þessi: Ef maður hefur lítið ljósop þ.e. háa tölu verður maður að hafa langan lýsingartíma þ.e lága tölu og öfugt. 
Á gömlu vélunum voru fastar tölur fyrir hraða og ljósop og bilið milli þeirra var helmingun eða tvöföldun í birtu. Þetta bil kalaðist stopp. Hraðinn var þannig: 60 – 125 – 250 – 500 – 1000 – 2000. Tíminn helmingaðist á milli 125 og 250 og eins á milli 250 og 500 o.s.fr. Ljósopin voru líka þannig að eitt stopp var á milli þó formúlan fyrir þeim væri flóknar og bilið ekki eins augljóst. Ljósopin voru 1,4 – 2- 2,8 – 4 – 5,6 – 8 – 11 – 16 o.s.fr. Ef maður stækkar ljósopið um eitt stopp þá minnkar eykur maður hraðann um eitt stopp (styttir lýsingartíman). 
Þriðja atriði sem hefur áhrif á lýsingu myndar er ljósnæmið. Á filmu timabilinu þá keypti maður filmu með ákveðnu ljósnæmi og þar við sat. Nú getur maður stillt ljósnæmið á milli mynda. Það er mikilvæg ákvörðun hvaða ljósnæmi maður stillir á. Valið hefur sínar fórnir í för með sér. Mikið ljósnæmi kalla á meira suð (noice) en aftur hugsanlega skýrari mynd vegna ljósops og hraða. Minna ljósnæmi kallar á lengri lýsingartíma eða stærra ljósop sem einnig hefur sínar takmarkanir. Ef maður stillir handvirkt þá tekkur maður sjálfur þessar ákvarðanir í stað þess að lát forrit um það. 
Ljósnæmið er kallað ISO sem er nafn á staðlastofnun. Það hleypur gjarna á stoppum eins og ljósop og hraði. 50-100-200-400-800-1600 o.s.fr. Ljósnæmið tvöfaldast þegar talan hækkar um eitt bil t.d. frá 50-100 eða frá 100-200. 
Stafrænar vélar leyfa brot úr stoppum t.d. hálft stopp eða 1/3 úr stoppi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband